Heillastjarna
Í hnotskurn
Þjónusta
Námskeið ♥ Sjálfsstyrking ♥ Hugleiðsla
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Heillastjarna.is inniheldur um 200 ókeypis leiddar hugleiðslu- og sjálfstyrkingaræfingar fyrir börn og unglinga, heimili og skóla.
Efnið er afar einfalt og aðgengilegt í notkun og er markmið þess er að stuðla að góðri andlegri líðan barna og ungmenna í gegnum einfaldar æfingar sem ættu að geta hentað öllum. Vefsíðunni er ætlað að styðja fjölskyldur og skóla í því að gera hugleiðslu að daglegri iðkun.
Áhugi á hugleiðslu fyrir börn og unglinga hefur aukist gífurlega undanfarin ár, enda hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á margþættan ávinning hugleiðsluiðkunar og samfélagið sem við lifum í beinlínis kallar á það að við gefum okkur og börnunum okkar meiri tíma og rými til að slaka á og næra sjálfið.
Vefsíðunni er ætlað að styðja fjölskyldur og skóla í því að gera hugleiðsluiðkun að föstum lið daglega.
Tónlistin í hugleiðslunum er eftir Friðrik Karlsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að fá að nota tónlistina.