Þessi vefsíða varð til út frá löngun minni til að auðvelda fólki á Íslandi að finna gagnleg úrræði sem geta aukið lífsgæði þess og veitt stuðning við fjölbreyttar áskoranir lífsins. Ég trúi því að heilsa og vellíðan séu ekki verkefni sem hægt er að leysa með einföldum lausnum, heldur ferli sem byggist á raunhæfum markmiðum, mannlegri nálgun og sjálfsmildi.
Fyrir mér snýst það að lifa góðu lífi ekki um að harka af sér eða þrauka án aðstoðar, heldur um að finna jafnvægi, stuðning og tengsl sem hjálpa okkur að halda áfram þrátt fyrir þær áskoranir sem lífið færir okkur.
Öll úrræði og upplýsingar á síðunni eru valin af ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir þeim sem nota þau. Ég legg áherslu á að skapa traust og persónulega tengingu og vil sýna fram á að vel sé hægt að hanna sér góð lífsgæði í veikindum og öðrum áskorunum sem koma upp á lífsleiðinni.
Það er mikilvægt að efnið sem birtist hér sé byggt á traustum grunni og gagnreyndum upplýsingum. Skýr siðferðisleg og lagaleg sjónarmið ráð för þegar kemur að vali á úrræðum og upplýsingum á síðunni. Úrræði og meðferðarform sem gætu verið villandi, óljós eða skaðleg, eða ekki eru lögleg á Íslandi nema í sérstöku rannsóknarsamhengi, verða ekki birt á síðunni. Lögð er rík áhersla á gagnsæi og faglega ábyrgð gagnvart notendum síðunnar.
Ef þú vilt koma skilaboðum á framfæri eða hefur hugmyndir að úrræðum sem gætu átt heima hér, ekki hika við að hafa samband.
Með hlýjum kveðjum,
Hrefna