Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Reykjalundur lungnateymi

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Efnisflokkur: Lungnasjúdómar
Staðsetning: Allt landið, Mosfellsbær
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt?
Opnunartími: Meðferð fer fram milli 8 og 16 alla vira daga.

Þjónusta

Einstaklingsmeðferð ♥ Félagsráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Hópameðferð ♥ Hjúkrun ♥ Iðjuþjálfun ♥ Lífsstílsráðgjöf ♥ Líkamsrækt ♥ Læknismeðferð ♥ Námskeið ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Skapandi starf ♥ Vatnsleikfimi

Fyrir hverja?

Lungnateymi sinnir eftirfarandi sjúklingahópum:

  • Langvinn lungnateppa og aðrir teppusjúkdómar
  • Trefjalungnabólga og aðrir herpusjúkdómar í lungum
  • Þjálfun fyrir og eða eftir lungnaskurðaðgerð s.s. vegna krabbameins í lunga
  • Aðrir lungnasjúkdómar, þjálfun fyrir og eftir lungnaígræðslu
  • Sjúkdómsástand þar sem einkenni frá lungum s.s. mæði eru ríkjandi

Hvert er markmiðið?

Markmiðin eru að:

  • auka þol og vöðvastyrk
  • rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis
  • auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta
  • breyta lífsstíl varanlega
  • stuðla að aðlögun að sjúkdómnum og einkennum hans
  • bæta líkamlega getu, andlega líðan og félagslega færni

Nánari upplýsingar

Hjá lungnateymi fer fram endurhæfing fólks með sjúkdóma í öndunarfærum. Um er að ræða fullorðið fólk á öllum aldri með langvinna lungnasjúkdóma, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis.

HjúkrunarfræðingurSumir þurfa endurhæfingu eftir bráð veikindi eða skurðaðgerðir til dæmis fyrir og eftir lungnaígræðslu. Skilyrði er að fólk sé hætt tóbaksnotkun áður en endurhæfing hefst. Veittur er reykleysisstuðningur við komu á göngudeild eða með símaviðtölum.

Lungnaendurhæfing byggist á samvinnu margra fagstétta og er sniðin að þörfum hvers og eins.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði

Engin tengd úrræði fundust.