Samfélagsgeðteymi Landspítala
Í hnotskurn
Efnisflokkur: Geðrofssjúkdómar
Aldursflokkur: Fullorðnir
Opnunartími: Þjónustutími teymisins er: milli kl. 8.00 - 16:00 virka daga
Þjónusta
Eftirfylgd ♥ Einstaklingsmeðferð ♥ Handaæfingar ♥ Meðferð ♥ Stuðningur
Fyrir hverja?
- Einstaklingar með alvarlegar geðraskanir með geðrofi í þörf fyrir þétta þverfaglega þjónustu í samfélaginu.
Á það við um einstaklinga: - sem eru með aukin og versnandi einkenni, tíðar innlagnir og komur á bráðaþjónustu síðastliðna mánuði
- sem eru óvirkir og félagslega einangraðir, brýnt er að tengja við stuðning og þjónustu sem til staðar er í samfélaginu
- þurfa á sérhæfðri þriðjulínu þjónustu að halda
- ljóst er að viðkomandi getur ekki nýtt sér hefðbundna göngudeildarþjónustu og viðkomandi er í mikilli þörf fyrir geðrænan stuðning
Hvert er markmiðið?
- Veita þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk sem greinst hefur með alvarlegar geðraskanir með geðrofi og aðstandendur þeirra
- Rjúfa félagslega einangrun, virkja stuðningsnet og hvetja skjólstæðinga til virkrar þátttöku og ábyrgðar á eigin bata
- Draga úr þörf á innlögnum og stytta innlagnartíma með því að tryggja góðan stuðning og eftirfylgd
- Styrkja sjálfsmynd fólks og val þeirra varðandi eigið líf og hlutverk sem eru þeim mikilvæg
- Tryggja að skjólstæðingar fái bestu mögulegu meðferð
- Greiða leið skjólstæðinga og tengja við þá þjónustu sem er í boði
- Eiga viðeigandi samvinnu, veita ráðgjöf og stuðning til annarra er starfa í málaflokknum
Nánari upplýsingar
Meginverkefni Samfélagsgeðteymisins (SGT) er að veita þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk sem glímir við alvarlega og langvinna geðrofssjúkdóma.
Unnið er í samvinnu við aðra fagaðila (t.d. heilsugæslu og félagsþjónustu) til að greiða leið sjúklinga og tengja við þá þjónustu sem stendur þeim til boða. Teymið samanstendur af geðlæknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og málastjórum.
Lengd þjónustuþega í teyminu er einstaklingsmiðuð. Að meðaltali 1-3 ár, en þjónustuþörfin er metin af teyminu hverju sinni.
Heimilisfang: Kleppsgörðum, 104 Reykjavík
Símanúmer: 543-4643
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Tengd úrræði
Engin tengd úrræði fundust.