Sorgarmiðstöðin
Í hnotskurn
Þarf tilvísun? Nei
Aldursflokkur: Allur aldurshópur
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Hvernig er aðgengið? Mjög gott
Þjónusta
Fræðsla ♥ Göngur ♥ Námskeið ♥ Ráðgjöf ♥ Slökun ♥ Stuðningur
Fyrir hverja?
Sorgarmiðstöð sinnir stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð syrgjenda.
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Sorgarmiðstöð styður fjölda fólks árlega með því að bjóða upp á margskonar þjónustu. Í Sorgarmiðstöð er hægt að sækja mismunandi fræðsluerindi, koma í stuðningshóp, djúpslökun, opið hús, taka þátt í göngum, fá jafningjastuðning eða mæta á námskeið.
Einnig veitir Sorgarmiðstöð einstaklings ráðgjöf í síma eða á staðnum. Sorgarmiðstöð býður líka upp á fræðslu, ráðgjöf o.fl. í skólasamfélagið, fyrirtæki eða stofnanir við andlát starfsmanns, nemanda eða annara.
Heimilisfang: Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður
Netfang: sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Símanúmer: 551 4141
Rannsóknir
- Andlát foreldris í bernsku. Úrræði við sorgarúrvinnslu [2024]
- „Þau hurfu bara svolítið inn í sig sjálf“ Upplifun og reynsla eftirlifandi systkina [2023]
- "Við lifum í dag en á morgun hver veit“. Upplifun og reynsla aðstandenda eftir skyndilegt andlát ástvinar [2023]
- Eftirfylgd við foreldra sem misst hafa barn af völdum sjúkdóms Fræðileg samantekt [2023]
- „Sorgin á eftir að fylgja þeim um ókomna tíð“ Reynsla eftirlifandi foreldris af stuðningi frá grunnskóla barns í kjölfar foreldramissis [2023]
- Andleg heilsa unglinga eftir foreldramissi af völdum krabbameins [2023]
- Hvers vegna er mikilvægt að styðja við börn sem missa systkini? [2020]
- Frá andláti til sorgar. Skiptir máli hvernig andlát ber að þegar kemur að sorgarviðbrögðum aðstandenda? [2020]
- Afdrif barna sem hafa misst foreldri í æsku: Forrannsókn á sálfélagslegum afleiðingum þess fyrir barn að missa foreldri úr krabbameini [2020]
- "Ég fór áfram á hnefanum" : hvernig erum við sem samfélag að styðja við einstaklinga sem missa maka á aldrinum 20 til 50 ára og hvað getum við gert betur? [2019]
- „Þetta er sárt fyrir okkur líka“. Líðan systkina og reynsla af stuðningi í kjölfar skyndilegs systkinamissis [2018]
- Sorg nemenda sem misst hafa foreldri: Hvert er hlutverk skólans og skólafélagsráðgjafa [2017]