Í hnotskurn
Þjónusta
Ráðgjöf
Fyrir hverja?
Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði.
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Taktu skrefið er hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði. Þjónustan er ekki ókeypis en fyrir fyrsta viðtal er eingöngu greitt komugjald, 3000 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu og einnig er hægt að athuga með styrk hjá félagsþjónustu eða þjónustumiðstöðvum hjá þínu sveitarfélagi.
Sálfræðingar Taktu skrefsins eru bundnir þagnarskyldu þannig að þær upplýsingar sem þú gefur upp í meðferðinni trúnaðarmál. Þó eru undantekningar á þeirri reglu, til dæmis ef metið er að þú sért í hættu eða einhver í kringum þig. Nánari upplýsingar má finna í siðareglum sálfræðinga og í lögum um heilbrigðisstarfsmenn.
Fáðu hjálp með því að hafa samband á taktuskrefid@taktuskrefid.is eða gegnum vefsíðuna. Fyrsta viðtal kostar einungis 3000 kr.