Þraut
Í hnotskurn
Þjónusta
Fræðsla ♥ Greining ♥ Meðferð ♥ Námskeið
Fyrir hverja?
Þraut þjónustar fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma
Hvert er markmiðið?
Markmið Þrautar:
* Að veita sjúklingum með vefjagigt og tengda sjúkdóma sérfræðiþjónustu eins og hún best gerist í dag og þannig bæta lífsgæði sjúklinga og atvinnuþátttöku.
* Auka þekkingu og skilning sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og almennings á vefjagigt með öflugu fræðslustarfi.
* Stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna til greiningar og meðferðar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma í þágu sjúklinganna og þjóðfélagsins alls.
* Byggja upp og starfrækja rannsóknamiðstöð í vefjagigt og tengdum sjúkdómum á heimsmælikvarða.
Nánari upplýsingar
Þraut ehf býður upp á sérhæfða þjónustu fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma sem felst meða annars í ítarlegu þverfaglegu greiningar- og endurhæfingarmati, fræðslulotum, endurhæfingu og eftirfylgd.
Ekki er gert ráð fyrir að allir sem koma í greiningu, mat og ráðgjöf þurfi á endurhæfingarferlinu að halda, en þeim er boðið upp á fræðslulotur og fræðslu fyrir aðstandendur.
Vefjagigt er viðurkenndur sjúkdómur - segir Arnór Víkingsson gigtarlæknir