Fjölskyldumorgnar | Krílastund
Nánari upplýsingar
Alla mánudaga og fimmtudaga kl. 10:30 – 11:30. Á dagskrá árið um kring!
Notalegar samverstundir með yngstu börnunum þar sem við leikum, lesum og spjöllum saman. Klukkan 11 býður starfsmaður upp á söngstund fyrir börnin.
Á mánudögum kynnum við krílunum fyrir þessum gömlu og góðu; Fröken Reykjavík, Bláu augun þín, Ég veit þú kemur og annarri klassík. Óskalög velkomin en þó er ekki hægt að lofa þeim fyrr en í vikunni á eftir, gítarleikarinn gæti þurft að dusta rykið af gripunum.
Á fimmtudögum óma Krummi krunkar úti, Lagið um litina, Allir krakkar og fleiri skemmtileg leikskólalög um barnadeildina.
Staðsetning: 2.hæð - barnadeild
Dagsetning: Mánudaga og fimmtudaga
Tímasetning: Kl. 10:30 – 11:30.
Kostnaður: Enginn kostnaður
Hvar: Borgarbókasafninu Grófinni, 2. hæð
Heimilisfang: Tryggvagata 15, 101 Reykjavík