Fjölskyldumorgnar | Krílastund
Nánari upplýsingar
Notaleg stund í Krílahorninu
Fjölskyldumorgnarnir eru óformlegar samverustundir, alla þriðjudagsmorgna. Þar myndast gott tækifæri til að kynnast öðrum fullorðnum með ungviði og skiptast á sögum um lífið, tilveruna og auðvitað börnin. Krílahornið er svæði í stöðugri þróun og tökum við gjarnan við hugmyndum frá aðstandendum ungra barna.
Það er heitt á könnunni fyrir þau fullorðnu og pelahitari á staðnum. Góð skiptiaðstaða er á salerni hússins.
Hittumst í Krílahorninu!
Dagsetning: Þriðjudaga
Tímasetning: Kl. 10:30 - 11:30
Kostnaður: Enginn kostnaður
Hvar: Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
Heimilisfang: Úlfarsbraut 122-124, 113 Reykjavík