Hannyrðastund í Úlfarsárdal
Aldursflokkur: Fullorðnir
Nánari upplýsingar
Ert þú algjör prjónasnillingur, byrjandi í hekli eða lengra kominn í krossaumi? Skiptir ekki öllu, samveran og félagskapurinn er gefandi.
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal býður upp á notalegan samastað til þess að hittast með handavinnuna, fá sér kaffi og spjalla um daginn og veginn.
Á safninu er úrval af bókum og tímaritum um handavinnu sem hægt er að sækja innblástur í og grípa með sér heim. Engin skráning - Öll velkomin!
Dagsetning: Alla þriðjudaga
Tímasetning: Kl. 13:00-15:00
Kostnaður: Enginn kostnaður
Hvar: Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
Heimilisfang: Úlfarsbraut 122-124 113 Reykjavík