Leshringurinn Glæpagengið
Nánari upplýsingar
Í amstri hversdagsins er fátt betra en að henda sér upp í sófa með góða glæpasögu, sogast inn í spennandi atburðarás og reyna að leysa gátuna, helst fyrir miðnætti!
Leshringurinn Glæpagengið er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem sett er á laggirnar í tilefni af 25 ára afmælis Hins íslenska glæpafélags. Við komum saman á Borgarbókasafninu Spönginni, einn þriðjudag í mánuði kl. 16:30 – 17:30, til að spjalla um íslenskar og erlendar glæpa- og spennusögur og velta fyrir okkur fléttunni, persónunum og endinum.
Umræðurnar fara fram á íslensku.
Dagsetning: Einn þriðjudag í mánuði
Tímasetning: Kl. 16:30 – 17:30
Kostnaður: Enginn kostnaður
Hvar: Borgarbókasafnið Spönginni
Heimilisfang: Spöngin 41, 112 Reykjavík