Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Leshringurinn Glæpagengið

Efnisflokkur: Samvera, Virkni
Aldursflokkur: Fullorðnir
Nánari upplýsingar
Í amstri hversdagsins er fátt betra en að henda sér upp í sófa með góða glæpasögu, sogast inn í spennandi atburðarás og reyna að leysa gátuna, helst fyrir miðnætti!
Leshringurinn Glæpagengið er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem sett er á laggirnar í tilefni af 25 ára afmælis Hins íslenska glæpafélags. Við komum saman á Borgarbókasafninu Spönginni, einn þriðjudag í mánuði kl. 16:30 – 17:30, til að spjalla um íslenskar og erlendar glæpa- og spennusögur og velta fyrir okkur fléttunni, persónunum og endinum.
Umræðurnar fara fram á íslensku.
bókaklúbbur
Dagsetning: Einn þriðjudag í mánuði
Tímasetning: Kl. 16:30 – 17:30
Kostnaður: Enginn kostnaður
Hvar: Borgarbókasafnið Spönginni
Heimilisfang: Spöngin 41, 112 Reykjavík