Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Lótushús

Aldursflokkur: Fullorðnir
Nánari upplýsingar

Lótushús leggur sig fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

--

Reglubundnir opnir hugleiðslutímar

  • Mánudagar kl. 19:30-20:15
  • Fimmtudagar kl. 12:10-12:40

Lótushús býður upp á opna tíma með leiddum Raja Yoga hugleiðslum tvisvar í viku og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Í tímunum gefst tækifæri til að hugleiða með öðrum í friðsælu og styðjandi andrúmslofti Lótushúss og eru öll hjartanlega velkomin, byrjendur jafnt sem lengra komnir.

--

Kyrrðarstundir í beinni útsendingu á Zoom

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á laugardagsmorgnum kl. 9:30-9:45. Þar hugleiðir fólk saman, nýtur gefandi samveru í kyrrð og stundum koma góðir gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta. Öll eru hjartanlega velkomin.

Slökun
Dagsetning: Mánudaga og fimmtudaga
Tímasetning: Mán: 9:30-20:15 & Fim: 12:10-12:40
Kostnaður: Enginn kostnaður
Hvar: Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Heimilisfang: Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar