Vatnsþjálfun | Stígandi sjúkraþjálfun
Nánari upplýsingar
Stígandi býður upp á vatnsþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara fyrir einstaklinga með stoðkerfiseinkenni og/eða þá sem eru að hefja sína endurhæfingu eftir veikindi af ýmsum toga. Sama hvort um er að ræða endurhæfingu eftir nýleg meiðsl eða langvinn vandamál. Líkaminn er léttari í vatni og álag á liðina er minna en á þurru landi og því gengur mörgum betur að stunda líkamsþjálfun í vatni. Þjálfun í vatni hefur að auki jákvæð áhrif á sogæðakerfið og er vatnslosandi. Mótstaða vatnsins nýtist vel til styrktar- og þolþjálfunar og auðvelt er að aðlaga þyngd æfinga að hverjum og einum.
Þrenns konar hópar eru í boði, Vatnsþjálfun 1, 2 og 3. Vatnsþjálfun 1-2 eru niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands sé tilvísun frá lækni til staðar og fer kostnaður eftir stöðu einstaklings innan heilbrigðiskerfisins. Vatnsþjálfun 3 er utan Sjúkratrygginga Íslands og krefst ekki beiðni frá lækni en oft er hægt að sækja um styrki gegnum stéttarfélög.