Samflot í Árbæjarlaug
Í hnotskurn
Nánari upplýsingar
Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar býður Árbæjarlaug upp á Samflot með umsjón. Samflot eru hugsuð sem vettvangur fyrir fólk að koma saman og upplifa nærandi slökunarstund saman í þyngdarleysi umvafin vatninu. Samflot eru ókeypis og öllum opin.
Það er engin fyrirfram skráning í Samflot og aðeins er greiddur aðgangur að sundlaug.
Flotbúnaður boðinn til láns. fyrstur kemur, fyrstur fær!