Í hnotskurn
Markhópur
CP félagið er félag fyrir einstaklinga með CP (Cerebral Palsy) og aðstandendur þeirra.
Markmið
Tilgangur CP félagsins er að veita félagsmönnum sínum stuðning og vera þeim innan handar, auka vitund og miðla fræðslu um CP (Cerebral Palsy) og þau áhrif sem það hefur, skipuleggja viðburði fyrir félagsmenn til að styrkja samfélagið og skapa samstöðu, og stuðla að opnari og upplýstari umræðu um CP í samfélaginu.
Nánari upplýsingar
CP félagið er til staðar til að styðja við þetta fólk, veita þeim fræðslu og hagsmunagæslu og efla samfélagið þeirra.
Ungt CP er félagsskapur fyrir 15-35 ára einstaklinga með CP og byrjaði starfið árið 2016 . Í dag er Ungt CP hópur fólks á aldrinum 10 ára og eldri sem eiga það sameiginlegt að vera með CP hreyfihömlun. Starfseminni er skipt eftir aldurshópum og er nánari upplýsingar um starfsemina að finna á síðu samtakana
Markmið Ungt CP
- Að skapa jafningjagrundvöll.
- Að draga úr félagslegri einangrun.
- Að skapa umræðuvettvang.
- Að skapa samfélag og tengsl milli fólks með CP.
- Að auka sýnileika fólks með hreyfihömlun innan samfélagsins.
- Að auka þekkingu almennings á CP.
- Að efla rödd fólks með CP innan CP félagsins