Heimilisfang: Háaleitisbraut 13, 2. hæð, 108 Reykjavík
Netfang: einhverfa@einhverfa.is
Heimasíða: https://www.einhverfa.is/
Símanúmer: 5621590 / 8621590
Einhverfusamtökin
Í hnotskurn
Opnunartími: Skrifstofan félagsins er opin á miðvikudögum kl. 09:00 - 16:00 og á föstudögum kl. 09:00-12:00.
Markhópur
Í einhverfusamtökunum eru einhverft fólk, foreldrar, aðstandendur, fagfólk og öll þau sem áhuga hafa á málefnum fólks á einhverfurófi (autism spectrum).
Markmið
Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi.
Þjónusta
Fræðsla og ráðgjöf • Útgáfa fræðsluefnis • Fréttabréf • Umræðuhópar • MálþingNánari upplýsingar
Samtökin eru í samvinnu við ýmis önnur hagsmunafélög til að reyna að hafa jákvæð áhrif á ýmis baráttumál samtakanna. Helstu baráttumál samtakanna hafa verið stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnumál og skólamál.
Annar mikilvægur þáttur í starfi Einhverfusamtakanna eru umræðuhópar fyrir einhverft fólk, borðspilahópur og handavinnuhópur. Við höfum reglulega staðið fyrir ráðstefnum og kynningarfundum.