Ljónshjarta
Í hnotskurn
Markhópur
Ljónshjarta eru samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.
Markmið
Markmið Ljónshjarta er að styðja við bakið á yngra fólki eftir makamissi og vera vettvangur þar sem fólk getur hjálpað hvert öðru í sorg. Starfið felst meðal annars í að halda úti heimasíðu með ýmis konar fræðsluefni og efna til samverustunda þar sem fullorðnir, unglingar og yngri börn hittast og eiga góða stund saman.
Ljónshjarta eru með lokaðan hóp á Facebook fyrir þá sem hafa misst maka.