Í hnotskurn
Markhópur
Sorgarmiðstöð sinnir stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð syrgjenda.
Markmið
Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.
Landlæknir er verndari Sorgarmiðstöðvar en með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur fellur undir lýðheilsustarf.
Nánari upplýsingar
Í Sorgarmiðstöð er hægt að sækja mismunandi fræðsluerindi, koma í stuðningshóp, djúpslökun, opið hús, taka þátt í göngum, fá jafningjastuðning eða mæta á námskeið.
Sorgarmiðstöð býður upp á opið hús reglulega. Þar gefst syrgjendum tækifæri til að hitta aðra sem deila reynslu af ástvinamissi. Ákveðið umræðuefni er tekið fyrir hverju sinni og er fagaðili sem tekur á móti hópnum og stýrir umræðum.
Einnig veitir Sorgarmiðstöð einstaklings ráðgjöf í síma eða á staðnum. Sorgarmiðstöð býður líka upp á fræðslu, ráðgjöf o.fl. í skólasamfélagið, fyrirtæki eða stofnanir við andlát starfsmanns, nemanda eða annara.