Markhópur
Þjónusta Geðheilsuteymis fangelsa HH er fyrir fólk sem er í afplánun í fangelsi og hefur því ekki aðgang að geðheilbrigðisþjónustu á sinni heilsugæslu eða öðrum stofnunum. Þjónustan nær einnig til þeirra sem eru á reynslulausn.
Geðheilsuteymi fangelsa HH þjónar öllum fangelsum landsins.
Þjónusta
Fíkniráðgjöf • Fræðsla • RáðgjöfNánari upplýsingar
Geðheilsuteymið sinnir almennri geðheilbrigðisþjónustu svo sem greiningu og meðferð geðraskana, fíknivanda og ADHD.
Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimsóknum í fangelsin, símaviðtölum og fjarfundabúnaði.
Geðheilsuteymi fangelsa vísar einnig á aðra geðheilbrigðisþjónustu eins og innlögn á geðdeild ef þörf krefur í afplánun og aðra þjónustu sem þörf er á við lok afplánunar.
Í teyminu starfa geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðingar og klínískir sálfræðingar.
Samráð er á milli teymisins og annarra heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum auk þess sem samstarf er við meðferðarsvið fangelsismálastofnunar, félagsþjónustu og grasrótarsamtök sem láta sig varða málefni fólks í og eftir afplánun