Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Félag lesblindra á Íslandi

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Staðsetning: Allt landið
Aldursflokkur: Allur aldurshópur
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Óvitað

Þjónusta

Fræðsla ♥ Hagsmunagæsla ♥ Námskeið ♥ Ráðgjöf ♥ Stuðningur

Fyrir hverja?

 

 

Hvert er markmiðið?

Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunamálum lesblindra með það að markmiði að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun. Félagið vinnur markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu.

 

Sérfræði og áherslusvið?

 

 

Nánari upplýsingar

FLÍ var stofnað 26. mars 2003. Frá þeim tíma hefur félagið unnið ötullega og til að mynda gefið út kennslu- og fræðslubækur um lesblindu, svo og hljóðbók og heimildarmynd um lesblindu, gefið út bækling um lesblindu á vinnustað, sinnt öflugu kynningarstarfi innan skóla og á vinnustöðum, uppfært heimasíðu og haldið ráðstefnur og fræðslufundi.

Til félagsins leita lesblindir og aðstandendur þeirra eftir stuðningi og fræðslu og leggur félagið áherslu á að þjónusta einstaklinga endurgjaldslaust en félagslegum aðstæðum lesblindra eru oft ábóta vant . Félagið leiðbeinir um rétt varðandi þjónustu og aðstoðar þá að nálgast slíka þjónustu því oft er tregt um þær í opinberu kerfi. Félagið sinnir hagsmunagæslu aðila sem leita til þess einkum varðandi skólastarf.

Félagið býður upp á einstaklingsráðgjöf varðandi hjálpartæki. Félagsmönnum býðst að panta tíma þar sem starfsmaður fer yfir hvaða hjálpartæki gætu nýst og aðstoðar við að nálgast þau og uppsetningu síma, spjaldtölvum og tölvum.

Félagið hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið fyrir fullorðna í samstarfi við símenntunarstöðvar stundum með sér námskeiðum og þátttöku í kennslu á lengri námskeiðum eins og t.d. Aftur í nám. Á námskeiðunum félagsins er farið yfir hvernig megi nýta tölvur og tækni við lestur og skrift.

 

Námskeið í boði:

  • Námskeiðið „Færni“
  • Námskeið fyrir ungmenni og foreldra þeirra: Lesblinda, nám og námstækni
  • Námskeið fyrir ungmenni og foreldra þeirra: Snjalltækjanámskeið

 

Félagið hefur einnig boðið upp á styttri sérhæfðari námskeið eins og:

  • Hvernig nýta má símann sem hjálpartæki (2 klst)
  • Algeng hjálpartæki fyrir lesblinda (2 klst)
  • Einkenni lesblindu (2 klst)
  • Námskeið fyrir kennara um hjálpartæki (1 1/2 klst)

 

Menntun og reynsla

 

 

ármúli 7-9
Heimilisfang: Ármúla 7b, 108 Reykjavík
Netfang: fli@fli.is
Símanúmer: 534-5348

 

 

Greinar og umfjöllun

 

 

Rannsóknir

 

 

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði