Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Hringsjá

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Staðsetning: Allt landið, Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Heilsugæslu, Velferðarþjónustu sveitafélaga, VIRK, Vinnumálastofnun, Öðrum sérfræðingum
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Mjög gott
Opnunartími: Mán-fim 8:30-15:30. Fös 8:30-12:00

Þjónusta

Félagsráðgjöf ♥ Hópameðferð ♥ Iðjuþjálfun ♥ Lesblinduaðstoð ♥ Námserfiðleikar ♥ Námskeið ♥ Náms- og starfsráðgjöf ♥ Ráðgjöf ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Tölvur og tækni

Fyrir hverja?

Hringsjá er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla og vilja hefja nám að nýju.

Hvert er markmiðið?

Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar

Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða einingabæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. Endurhæfingin miðast við að:

  • leggja eða endurnýja almennan þekkingargrunn einstaklinga
  • undirbúa einstaklinga fyrir almenn skrifstofu- og þjónustustörf, þ.m.t. tölvufærni og bókhaldsþekking.
  • efla persónulega færni einstaklinga, þ.m.t. sjálfstraust og þor.
  • efla raunhæft sjálfsmat einstaklings svo hann þekki betur sjálfan sig, óskir sínar, hæfileika, getu og takmarkanir.
  • efla félagslega færni einstaklinga
  • auka samfélagslega þátttöku einstaklinga.
  • auka lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra.

Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika. Stefnt er að því að þeir sem útskrifast frá Hringsjá séu færir um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og finna störf við hæfi á almennum vinnumarkaði.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði