Ráðgjafasamtal
Gleym mér ei er styrktarfélag sem er fyrir þá sem missa á meðgöngu og i/eftir fæðingu.
Tilgangur félagsins er að styrkja málefni tengt missi barna svo að lítil ljós fái að lifa áfram í minningunni.
Markmiðið er að styðja betur við foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Gleym mér ei styður við einstaklinga og foreldra sem missa börn á meðgöngu og í/eftir fæðingu með því að bjóða upp á ráðgjafasamtal, jafningjafræðslu, stuðningshópa, samverustundir og fræðslu. Einnig heldur félagið úti ýmsum stuðningshópum á facebook.
Ráðgjafasamtal
Gleym mér ei býður upp á samtal fyrir foreldra sem misst hafa barn á meðgöngu, eftir fæðingu eða á fyrstu dögum/vikum eftir fæðingu barns.
Samtalið er ætlað að gefa upplýsingar um þann stuðning og þjónustu sem í boði er, en getur líka verið tækifæri til að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu.
Samtölin fara fram í Sorgarmiðstöð (Lífsgæðasetur, Hafnarfirði) eða í gegnum síma/fjarfundabúnað. Hægt er að óska eftir samtali með því að senda póst á gme@gme.is.
Stuðningshópastarf: Missir viku 22 eða meira
Stuðningshóparstarf: Missir á viku 12 til 21
Jafningjastuðningur
Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálf/ur.
Hægt er að óska eftir jafningjastuðningi á vef Sorgarmiðstöðvar.
Reynt er eftir bestu getu að para saman jafningja með svipaða reynslu. Misjafnt er hvernig stuðningurinn fer fram. Sumir ræða saman í síma á meðan aðrir hittast á kaffihúsi eða fara í göngutúr. Oftast er hist í 3-6 skipti, en báðir aðilar mega draga sig út úr því hvenær sem er.
Þau sem veita jafningjastuðning á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar hafa misst barn á meðgöngu, í fæðingu eða á fyrstu dögum/vikum eftir fæðingu barns. Þau hafa sótt námskeið um jafningjastuðning og setið erindi um sorg og sorgarviðbrögð, og vinna eftir siðareglum Sorgarmiðstöðvar og skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu.
Facebook hópar (sjá nánar á heimasíðu styrktarfélagsins)
Bæklingar um meðgöngumissi