Reykjalundur verkjateymi
Í hnotskurn
Þjónusta
ACT ♥ Einstaklingsmeðferð ♥ Félagsráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Hópameðferð ♥ Hjúkrun ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jafnvægi í daglegu lífi ♥ Líkamsrækt ♥ Læknismeðferð ♥ Námskeið ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Skapandi starf ♥ Svefnfræðsla ♥ Vatnsleikfimi ♥ Verkjaskóli
Fyrir hverja?
Meðferðin er fyrir einstaklinga með þrálát verkjavandamál. Fyrst og fremst vegna stoðkerfisverkja en einnig verkja án þekktra orsaka.
Hvert er markmiðið?
Markmið meðferðar er að bæta andlega, líkamlega og félagslega færni fólks. Auka verkjaþol, vellíðan og þátttöku í daglegu lífi til að fólk geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir verki. Mikilvægt er að einstaklingurinn sé tilbúinn til að leggja sig fram, læra og tileinka sér nýjar aðferðir og leiðir til að takast á við verki.
Nánari upplýsingar
Í verkjateyminu fer fram endurhæfing fólks með langvinnan verkjavanda og eru stoðkerfisverkir algengastir en einnig verkir vegna annarra eða óþekktra orsaka.
Endurhæfingin miðar að því að hjálpa fólki að finna leiðir til að lifa með verkjum á sem bestan hátt. Markmið meðferðar er að bæta andlega, líkamlega og félagslega færni fólks. Auka verkjaþol, vellíðan og þátttöku í daglegu lífi til að fólk geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir verki. Mikilvægt er að einstaklingurinn sé tilbúinn til að leggja sig fram, læra og tileinka sér nýjar aðferðir og leiðir til að takast á við verki.