Reykjalundur gigtarteymi
Í hnotskurn
Þarf tilvísun? Já
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Hvernig er aðgengið? Ágætt, fólk kemst flest án aðstoðar
Opnunartími: Meðferð fer fram milli 8 og 16 alla vira daga.
Þjónusta
Einstaklingsmeðferð ♥ Félagsráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Handaæfingar ♥ Handverkshópur ♥ Hjálpartæki ♥ Hópameðferð ♥ Hjúkrun ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jafnvægi í daglegu lífi ♥ Lífsstílsráðgjöf ♥ Líkamsrækt ♥ Læknismeðferð ♥ Námskeið ♥ Ráðgjöf ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Skapandi starf ♥ Svefnfræðsla ♥ Vatnsleikfimi ♥ Verkjaskóli
Fyrir hverja?
Á gigtarsviði fer fram endurhæfing einstaklinga með langvinn stoðkerfiseinkenni og magnleysi af völdum gigtarsjúkdóma s.s. bólgugigtar, slitgigtar og vefjagigtar. Einnig endurhæfing einstaklinga með langvinn verkjavandamál og eftir alvarleg veikindi og álag.
Hvert er markmiðið?
Endurhæfing gigtarsviðs miðar að því að styðja einstaklinga í að finna leiðir til að lifa með sínum sjúkdómi, bæta lífsgæði og auka virkni í daglegu lífi.
Nánari upplýsingar
Leitast er við að veita þverfaglega, einstaklingsmiðaða og heildræna meðferð. Tekið er á líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum eftir því sem við á. Mikilvægt er að einstaklingar taki virkan þátt í endurhæfingunni.