Í hnotskurn
Markhópur
Félagar geta þeir orðið sem eiga eða hafa börn og unglinga með sykursýki á framfæri sínu. Einnig er öllum velunnurum barna og unglinga með sykursýki og öðrum þeim sem vilja styrkja og starfa með félaginu velkomið að gerast félagar.
Markmið
Höfuðmarkmið félagsins er að stuðla að velferð barna og unglinga með sykursýki.
Eitt höfuðmarkmiða Dropans er að standa að sumarbúðum fyrir börn og unglinga með sykursýki. Einnig er staðið að ýmsum uppákomum s.s. fræðslukvöldum, fjölskyldukvöldum, keilu, heimsóknum í húsdýragarðinn, tivolí, svo eitthvað sé nefnt. Félagið styrkir unglinga til líkamsræktar
Nánari upplýsingar
Sumarbúðir:
Við undirbúning og framkvæmd sumarbúða barna og unglinga eru eftirfarandi atriði höfð að leiðarljósi.
- Að börn og unglingar með sykursýki fái tækifæri til að hittast og deila sameiginlegri reynslu.
- Að þátttakendur öðlist meira sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun síns sjúkdóms.
- Að styrkja sjálfsmynd sykursjúkra barna og unglinga.
- Að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að lifa heilbrigðu líferni.
- Að gefa sem flestum sykursjúkum börnum og unglingum tækifæri á þátttöku.
- Að allir skemmti sér og líði vel í fræðandi sumarbúðum.
Bæði barna - og unglingabúðirnar eru uppbyggðar þannig að allir hafi gaman og allir skemmti sér saman ásamt því að fá fræðslu. Það eru læknar og hjúkrunarfræðingar frá göngudeild sykursjúkra á Barnaspítala Hringsins sem vinna að búðunum með okkur og starfa í þeim ásamt öðru frábæru starfsfólki.