ADHD Samtökin
Í hnotskurn
Þjónusta
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
ADHD samtökin eru landssamtök til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.
Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með ADHD og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og hafi gott aðgengi að þjónustu sem hefur það að markmiði að hámarka hæfni þeirra og lífsgæði á öllum aldursskeiðum.
Samtökin vinna að markmiðum sínum með því að búa yfir eða eiga í samstarfi við aðila sem hafa framúrskarandi þekkingu á greiningu, meðferð og stuðningi við einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. Þeirri þekkingu miðlum við til hagsmunaaðila með ráðgjöf og öflugu fræðslustarfi ásamt því að sinna markvissri hagsmunagæslu í eigin nafni eða í góðu samstarfi við aðra sem hafa sömu baráttumál á stefnuskrá sinni.