Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Geðheilsuteymi ADHD

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Efnisflokkur: ADHD, Geðheilsa
Staðsetning: Allt landið, Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt?
Opnunartími: Símatími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00 til 12:00. Þjónustutími er alla virka daga frá kl. 8:00 til 15:00.

Þjónusta

Fræðsla ♥ Greining ♥ Námskeið ♥ Ráðgjöf

Fyrir hverja?

Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna annast greiningu, endurmat ADHD greininga á barnsaldri og meðferð einstaklinga 18 ára og eldri. Teymið starfar á landsvísu.

Hvert er markmiðið?

Meginverkefni teymis er að sinna greiningu, endurmati ADHD greininga á barnsaldri, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu starfsstétta. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi.

  • Að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu.
  • Að tryggja að greining sé ferli athugana, prófana og viðtala auk upplýsingaöflunar frá þverfaglegu teymi með sérþekkingu í ADHD.
  • Að tryggja að greining sé kortlagning á styrkleikum og veikleikum í samhengi við umhverfisþætti.
  • Að tryggja að tilgangur greiningar sé að svara hvort að skjólstæðingur hafi frávik, hve hamlandi þau eru og hvaða úrræði gætu gagnast.
  • Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.
  • Að stuðla að því að eftir greiningu séu úrræði sem efla skjólstæðing í vinnu/nám, samböndum, félagslegum tengslum, frítíma/áhugamálum og sjálfstraust/sjálfsmynd.
  • Að tryggja samfellu og samþættingu í meðferð.
  • Að stuðla að og viðhalda bata.
  • Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi

Nánari upplýsingar

Meginverkefni teymis er að sinna greiningu, endurmati fyrri ADHD greininga, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu starfsstétta. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi.

Í teyminu starfa geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, þjónustufulltrúar og sálfræðingar.

Gjald fyrir ADHD greiningu / þjónustu teymisins er 27.175 kr, burtséð frá fjölda heimsókna.

Vegmúli 3
Heimilisfang: Vegmúl 3
Símanúmer: 513-6730
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði