Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Bjarkarhlíð

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Efnisflokkur: Ofbeldi og áföll
Staðsetning: Allt landið, Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Óvitað
Opnunartími: Opnunartími er frá 8.30-16.30, mánudaga til föstudaga, lokað er um helgar.

Þjónusta

Félagsráðgjöf ♥ Fíkniráðgjöf ♥ Lögregluráðgjöf ♥ Lögfræðiráðgjöf ♥ Sálfræðiþjónusta

Fyrir hverja?

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, 18 ára og eldri.

 

fyrirhverja

Hvert er markmiðið?

Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.

Nánari upplýsingar

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og er þar boðið upp á áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum.

Bjarkarhlíð:

  • Veitir samhæfða þjónustu á forsendum þolenda
  • Veitir upplýsingar um kæruferli og réttarvörslukerfi hjá lögreglu
  • Aðstoðar lögreglu við að tryggja öryggi  þolenda og meta hættu á frekara ofbeldi
  • Börn sem verða vitni að ofbeldi fá viðtöl hjá sálfræðingum Barnaverndar Reykjavíkur

 

Bjarkarhlíð vekur athygli á því að núna eru þau að bjóða upp á þjónustu fyrir alla íbúa á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Ráðgjafi Bjarkarhlíðar verður á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Hólmavík, Ísafirði og á Patreksfirði. Upplýsingar um lausa tíma er að finna á heimasíðu Bjarkarhlíðar, bjarkarhlid.is eða í NOONA appinu.

 

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði