Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Bergið Headspace

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Aldursflokkur: Unglingar, Ungmenni
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Mjög gott
Opnunartími: Tekið er á móti einstaklingum alla virka daga frá kl. 09-17, auk þess sem vefspjall Bergsins er opið alla virka daga klukkan 13-17.

Þjónusta

Félagsráðgjöf ♥ Náms- og starfsráðgjöf ♥ Sálfræðiþjónusta

Fyrir hverja?

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri og er þjónustan óháð greiningum og öðrum skilyrðum.

Hvert er markmiðið?

Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.

Nánari upplýsingar

Þjónusta Bergsins er þannig uppbyggð að ungmenni, upp að 25 ára, geta óskað eftir þjónustu og fengið viðtal við ráðgjafa tíma sem allra fyrst, á staðnum eða í gegnum fjarþjónustu. Öll þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni á öllu landinu.

Ráðgjafar eru með breiða fagþekkingu og reynslu í störfum með ungu fólki.  Markmiðið er að bjóða andlegan stuðning og ráðgjöf sérhönnuð fyrir ungmenni með hlýtt, heimilislegt og opið viðmót.  Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Kerfin geta líka verið flókin og afmörkuð við tilteknar greiningar eða vanda sem gerir það að verkum að erfitt er að fá heildstæða þjónustu.

Bergið vill ná til ungmenna fljótt og vel, helst áður en vandinn er orðinn mikill eða flókinn. Með fræðslu og stuðningi finnum við leiðir í samvinnu að bættri líðan og eflum virkni ungmenna í samfélaginu. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp en þar hefur Bergið Headspace skapað sér stöðu sem eina lágþröskuldaúrræðið sem í boði er fyrir þennan hóp. Um 300 ungmenni sækja þjónustu Bergsins á hverjum tíma.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði