Sjúk ást
Í hnotskurn
Þjónusta
Ráðgjöf ♥ Stuðningur
Fyrir hverja?
Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum.
Hvert er markmiðið?
Á spjallinu talar þú við Sjúkást ráðgjafa sem eru þjálfaðir af Stígamótum og geta veitt aðstoð, stuðning og upplýsingar um ýmislegt sem tengist samskiptum og ofbeldi. Þú kemur inn á spjallið á eigin forsendum og þarft ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.
Það skiptir ekki máli hvort ofbeldið eða óheilbrigðu samskiptin áttu sér stað nýlega eða fyrir löngu síðan – við erum hér til að spjalla við þig. Markmiðið er að hjálpa þér að skilja hvað gerðist, að þér líði betur og fáir stuðning við að taka næstu skref.
Fræðsluefni á vefsíðunni:
Sérfræði og áherslusvið?
Nánari upplýsingar
Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum. Spjallið opnarðu með því að smella á græna hringinn niðri í hægra horninu á vefsíðunni
Hvernig virkar Sjúktspjall?
Á spjallinu talar þú við Sjúkást ráðgjafa sem eru þjálfaðir af Stígamótum og geta veitt aðstoð, stuðning og upplýsingar um ýmislegt sem tengist samskiptum og ofbeldi. Þú kemur inn á spjallið á eigin forsendum og þarft ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.
Það skiptir ekki máli hvort ofbeldið eða óheilbrigðu samskiptin áttu sér stað nýlega eða fyrir löngu síðan – við erum hér til að spjalla við þig. Markmiðið er að hjálpa þér að skilja hvað gerðist, að þér líði betur og fáir stuðning við að taka næstu skref.
Spjallið er opið:
Mánudaga kl. 20:00 – 22:00
Þriðjudaga kl. 20:00 – 22:00
Miðvikudaga kl. 20:00 – 22:00
Spjallið er alveg nafnlaust og þú mátt spyrja um hvað sem er. Engin spurning eða pæling er heimskuleg. Ráðgjafar eru alltaf til í að hlusta, styðja og hjálpa.
Menntun og reynsla
SJÚKÁST er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.