Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Geðheilsuteymi fangelsa - Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Efnisflokkur: Afplánun
Staðsetning: Allt landið, Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Heilbrigðisstarfsfólki, Meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar, Varðstjórum
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Óvitað
Opnunartími: Opið er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins alla virka daga frá 08:00 til 16:00

Þjónusta

Fíkniráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Ráðgjöf

Fyrir hverja?

Þjónusta Geðheilsuteymis fangelsa HH er fyrir fólk sem er í afplánun í fangelsi og hefur því ekki aðgang að geðheilbrigðisþjónustu á sinni heilsugæslu eða öðrum stofnunum.  Þjónustan nær einnig til þeirra sem eru á reynslulausn.

Geðheilsuteymi fangelsa HH þjónar öllum fangelsum landsins.

Hvert er markmiðið?

Nánari upplýsingar

Geðheilsuteymið sinnir almennri geðheilbrigðisþjónustu svo sem greiningu og meðferð geðraskana, fíknivanda og ADHD.

Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimsóknum í fangelsin, símaviðtölum og fjarfundabúnaði.

Geðheilsuteymi fangelsa vísar einnig á aðra geðheilbrigðisþjónustu eins og innlögn á geðdeild ef þörf krefur í afplánun og aðra þjónustu sem þörf er á við lok afplánunar.

Í teyminu starfa geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðingar og klínískir sálfræðingar.

Samráð er á milli teymisins og annarra heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum auk þess sem samstarf er við meðferðarsvið fangelsismálastofnunar, félagsþjónustu og grasrótarsamtök sem láta sig varða málefni fólks í og eftir afplánun

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði