Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Bjargráð - aðstoð fyrir fjölskyldur fanga

Í hnotskurn

Efnisflokkur: Aðstandendur, Afplánun
Staðsetning: Allt landið
Aldursflokkur: Allur aldurshópur

Þjónusta

Sálrænn stuðningur ♥ Stuðningshópar fyrir aðstandendur

Fyrir hverja?

Þjónusta fyrir fjölskyldur og aðstandendur þeirra sem eru í aflplánun

Hvert er markmiðið?

Nánari upplýsingar

Þjónustan er óháð búsetu og henni ætluð að sinna fjölskyldum fanga um allt land. Aðstandendur fanga eru í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að veita stuðning og ráðgjöf bæði í kjölfar þess áfalls að nákominn aðila er handtekinn, einnig meðan beðið er eftir dómi, ef viðkomandi hlýtur dóm, að takast á við fjarveru viðkomandi. Einnig aðstoðum við einstaklinga og fjölskyldur þegar aðili er að koma úr afplánun og er að fara aftur í parsambandið sitt eða er að tengjast börnum sínum eða fjölskyldu.
Þegar talað er um aðstandendur er átt við m.a. foreldra, maka, börn, systkini og jafnvel nána vini. Verkefnið verður unnið í samstarfi við fagfólk um allt land. Fjölskylduráðgjafar Bjargráðs eru í sambandi við viðeigandi stofnanir og einstaklinga, þar má nefna: lögreglu, fangelsismálayfirvöld, félagsþjónustu og barnavernd, sálfræðinga og presta. Verndari Bjargráðs er Sr. Sigrún Óskarsdóttir (fangaprestur).
Þjónustan tekur mið af fjölbreytileika samfélagsins og stendur öllum til boða, óháð trú eða lífsýn.
Fjölskyldufræðingar Bjargráðs eru:

Aðstaða í Bjargráði er hjá: 

  • Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29.
  • Einnig eftir samkomulagi í tilliti til búsetu.
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði