Kærleikur í kaos
Í hnotskurn
Þjónusta
Námskeið
Fyrir hverja?
Kærleikur í kaos, er ætlað er foreldrum barna með ADHD og skyldar raskanir á aldrinum 3 - 10 ára.
Hvert er markmiðið?
Námskeiðið byggir á dönsku foreldrafærninámskeiði - KIK Nu! - sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu og er vísindalega árangursmælt. Foreldrar barna með ADHD sem nýta sér námskeiðið öðlast betri uppeldisfærni, árekstrum fækkar og samband foreldra og barns batnar.
Kærleikur í kaos veitir foreldrum betri skilning á ADHD röskuninni og hvaða áhrif hún hefur á daglegt líf barnsins ásamt því að vera stuðningur við foreldrahlutverkið. Byggt er á fræðslu, verkefnum og góðum ráðum til að takast á við og vinna með ADHD eiginleika barnsins.
Kærleikur í kaos er gagnvirkt netnámskeið sem er alltaf opið og aðgengilegt hvar sem er á landinu. Námskeiðið er endurgjaldslaust fyrir félagsfólk ADHD samtakanna en aðrir greiða hóflegt þátttökugjald.
Skráning og aðgengi að námskeiðinu er á heimasíðu ADHD samtakanna