Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Reykjalundur efnaskipta- og offituteymi

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Efnisflokkur: Offita
Staðsetning: Allt landið, Mosfellsbær
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Ágætt, fólk kemst flest án aðstoðar
Opnunartími: Meðferð fer fram milli 8 og 16 alla vira daga.

Þjónusta

Einstaklingsmeðferð ♥ Félagsráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Handverkshópur ♥ Hjúkrun ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jafnvægi í daglegu lífi ♥ Lífsstílsráðgjöf ♥ Líkamsrækt ♥ Læknismeðferð ♥ Námskeið ♥ Ráðgjöf ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjálfsstyrking ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Svefnfræðsla ♥ Vatnsleikfimi

Fyrir hverja?

Efnaskipta- og offituteymi Reykjalundar sinnir einstaklingum með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar.

Skilyrði fyrir offitumeðferð á Reykjalundi

  • Tilvísun frá lækni
  • Aldur 18-65 ára
  • Offitusjúkdóm líkamsþyngdarstuðull/BMI  >35 auk fylgikvilla eða LÞS/BMI > 40
  • Að viðkomandi hafi áhuga á og geti nýtt sér meðferðina
  • Að ekki sé um virkan áfengis- eða fíkniefnavanda að ræða
  • Reykleysi

Hvert er markmiðið?

Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur.

Nánari upplýsingar

Efnaskipta- og offituteymi hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Teymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við samfélagið og þarfir hverju sinni í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar.

Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs.

Bæði er um hefðbundna dagdeildarmeðferð að ræða en auk þess er öflug göngudeildarmeðferð fyrir skjólstæðinga teymisins bæði fyrir og eftir dagdeildarmeðferðina. Skipulögð eftirfylgd er í boði í a.m.k. fjóra mánuði eftir meðferðina.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði