Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Heilsueflandi móttaka/þjónusta

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Aldursflokkur: Allur aldurshópur
Tilvísun frá hverjum? Heilsugæslu
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Mjög gott

Þjónusta

Hjúkrun ♥ Hreyfiseðill ♥ Læknismeðferð ♥ Næringarráðgjöf ♥ Sálfræðiþjónusta

Fyrir hverja?

Heilsueflandi móttaka/þjónusta er fyrir einstaklinga með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda t.d. offitu og sykursýki.

Hvert er markmiðið?

  • Markmið með móttökunum er að hjálpa skjólstæðingum að nota styrkleika sína til að ná betri heilsu.

  • Þar hafa skjólstæðingar aðgang að hjúkrunarfræðingi, lækni, sálfræðingi, næringarráðgjafa og hreyfistjóra, sem vinna saman í teymi.

  • Unnið er samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá Landlækni um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu og leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu um sykursýkismóttöku.

Nánari upplýsingar

Heilsueflandi móttaka/þjónusta

Nálgun er annars vegar samkvæmt hugmyndum um heilsueflingu þar sem skjólstæðingum er hjálpað t.d. með að nýta hæfileikana til að bregðast við og nýta eigin styrkleika til að takast á við félagslegar, líkamlegar og andlegar áskoranir. Hins vegar heildræn nálgun sem felur í sér að lita á einstakling sem eina heild, líkama og sál. Heildræn meðferð skoðar þannig heildina en ekki einungis einn hluta t.d. offitu og hvernig hægt er að laga það án þess að vita af hverju offitan er til staðar. Því er mikilvægt að þekkja undirliggjandi orsakir sem geta valdið offitu og meðhöndla þær.

Hreyfiseðill

Hreyfiseðill er meðferðarúrræði þar sem læknir ávísar hreyfingu sem meðferð eða hluta af meðferð við þeim sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við eftir að hafa metið einkenni og ástand skjólstæðings.
Læknir vísar skjólstæðingnum áfram til hreyfistjóra hreyfiseðilsins (sjúkraþjálfari) sem hefur aðsetur á heilsugæslustöðinni. Í komunni til hans eru möguleikar og geta til hreyfingar ræddir og metnir í sameiningu. Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun sem byggir á fagþekkingu.
Auk þess er 6 mínútna göngupróf framkvæmt og kennt hvernig skráning á hreyfingu er háttað. Skráning er þá í höndum skjólstæðings og eftirfylgnin í höndum hreyfistjóra og læknis. Hreyfistjórinn fylgist reglulega með framvindu og gangi mála og læknirinn ákveður endurkomu til sín við útgáfu hreyfiseðilsins.

Marga lífsstílssjúkdóma má rekja til hreyfingarleysis. Umfangsmikil vísindaleg þekking er fyrir jákvæðum áhrifum hreyfingar á hina ýmsu sjúkdóma. Líkamskerfi okkar er gert fyrir hreyfingu.

HSN
Heimilisfang: Sunnuhlíð 12, 600 Akureyri
Símanúmer: 432 4600

Fyrir nánari upplýsingar og tímapöntun er best að hafa samband við heilsugæslustöð í heimabyggð.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði