Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Í hnotskurn

Aldursflokkur: Fullorðnir, Ungmenni

Þjónusta

Meðferð ♥ Námskeið ♥ Ráðgjöf

Fyrir hverja?

Fyrir hverja er Sound Health: 

  • Einstaklinga sem eru áhugasamir um að vita hvernig staðan er mtt efnaskiptaheilsu (blóðsykur, insúlín, kólesteról, þvagsýra og margt fleira).
  • Fyrir þá sem vilja bæta heilsuna með lífsstíl og lifa lengur við góða heilsu.
  • Fyrir einstaklinga með sjúkdóma eða ástand sem tengjast lífsstíl eða samfélaginu t.d.:
      • Háþrýsting
      • Sykursýki 2
      • Yfirþyngd og offitu
      • Þreyta og orkuleysi
      • Andlegri heilsu ábótavant
      • Hjarta/æðasjúkdómar
      • Kæfisvefn
      • PCOS (fjölblöðrueggjastokka heilkenni)
      • Fitulifur
    • Ofl.

Hvert er markmiðið?

Markmiðið er að kveikja áhuga og vinna með einstaklingum á nýjan hátt til að greina snemma undirliggjandi ástand og bregðast við - með mismunandi lífsstílsbreytingum. Sound Health starfsar með heilsumiðstöðinni Endurheimt enda mikill samhljómur og sameiginleg sýn á verkefnið, en Sound Health er heilsufyrirtæki fyrir alla sem vilja huga að heilsu og vellíðan. Lífsstílsbreytingar geta afar áhrifaríkar til að fyrirbyggja eða bæta ástand flestra langvinna sjúkdóma. Sound Health leggur ríka áherslu á traust og að hlustað sé á skjólstæðinga.

Sérstök áhersla er á hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæta meðferð og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum.

Nánari upplýsingar

Þjónusta í boði:

  • Stöðumat efnaskiptaheilsu
  • Fyrirlestrar og námskeið
  • Einstaklingsráðgjöf
  • 3ja mánaða samvinna að bættri heilsu
  • 6 mánaða samvinna að bættri heilsu
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði