Heimilisfang: Kleppsgörðum, 104 Reykjavík
Símanúmer: 543 4200
Þarf tilvísun? Já
Tilvísun frá hverjum? Heilbrigðisstarfsfólki
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Hvernig er aðgengið? Óvitað
DAM teymi Landspítala
Markhópur
Meginverkefni teymisins er að sinna einstaklingum með alvarlegan tilfinningavanda.
Markmið
Í DAM meðferð er lögð áhersla á aukna meðvitund um hugsanir og tilfinningar (núvitund) og færni í tilfinningastjórn, samskiptum og streituþoli. Heildarmarkmið meðferðar er að stuðla að bættri samskiptafærni, tilfinningaviðbrögðum, hugsunum og hegðun í tengslum við vandamál í daglegu lífi.
Þjónusta
Díalektískri atferlismeðferðNánari upplýsingar
Tímalengd meðferðar eru um sex mánuðir. Meðferðin samanstendur að lágmarki af DAM færniþjálfun sem er kennd í hóp einu sinni í viku og samhliða einstaklingsviðtölum einu sinni í viku.
- Meðferðin er einstaklingsbundin og aðkoma ólíkra starfstétta er mismunandi hverju sinni.
- Aðstandendafræðsla er í boði fyrir aðstandendur skjólstæðinga teymisins sem eru við það að ljúka DAM meðferð. Sjúklingar fá upplýsingar um fræðsluna undir lok meðferðar.
DAM meðferð skiptist í fjóra þætti:
Núvitund
- Markmið núvitundar er að verða meðvitaðri um hugsanir, tilfinningar og líkamleg viðbrögð. Núvitundin hjálpar einnig við að njóta þess sem er og lifa lífinu með aukinni ánægju
Streituþol
- Kenndar eru aðferðir til að sefa erfiðar tilfinningar um stundarsakir svo hægt sé að beita hjálplegri leiðum til að ná tökum á streitu. Streituþolsfærni skiptist í tvo þætti annars vegar að þola við í erfiðum aðstæðum og tilfinningum án þess að gera þær verri og hins vegar að læra að gangast við raunveruleikanum eins og hann er í raun og veru.
Tilfinningastjórnun
- Fræðsla um tilfinningar, bera kennsl á eigin tilfinningar, hlutverk þeirra og hvernig þær hafa áhrif á líkama okkar og hegðun. Auk þess eru kenndar aðferðir til þess að vinna með óvelkomnar tilfinningar.
Samskiptafærni
- Kennd færni til að auka árangursrík samskipti, svo sem vinna með erfiðleika í samskiptum og leiðir til að byggja upp og rækta sambönd.