Ath!!
Símaráðgjöf er almennt alla virka mánudaga frá 13:00 – 14:00, en getur fallið niður eða breyst vegna tilfallandi ástæðna.
Þarf tilvísun? Já
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Opnunartími: þjónustutími er alla virka daga frá kl. 8:00 til 15:00.
Geðheilsuteymi ADHD
Markhópur
Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna annast greiningu, endurmat ADHD greininga á barnsaldri og meðferð einstaklinga 18 ára og eldri. Teymið starfar á landsvísu.
Markmið
Meginverkefni teymis er að sinna greiningu, endurmati ADHD greininga á barnsaldri, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu starfsstétta. Teymið vinnur eftir vinnulagi Embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi.
- Að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu.
- Að tryggja að greining sé ferli athugana, prófana og viðtala auk upplýsingaöflunar frá þverfaglegu teymi með sérþekkingu í ADHD.
- Að tryggja að greining sé kortlagning á styrkleikum og veikleikum í samhengi við umhverfisþætti.
- Að tryggja að tilgangur greiningar sé að svara hvort að skjólstæðingur hafi frávik, hve hamlandi þau eru og hvaða úrræði gætu gagnast.
- Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.
- Að stuðla að því að eftir greiningu séu úrræði sem efla skjólstæðing í vinnu/nám, samböndum, félagslegum tengslum, frítíma/áhugamálum og sjálfstraust/sjálfsmynd.
- Að tryggja samfellu og samþættingu í meðferð.
- Að stuðla að og viðhalda bata.
- Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi