Þarf tilvísun? Já
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Hvernig er aðgengið? Ágætt, fólk kemst flest án aðstoðar
Opnunartími: Meðferð fer fram milli 8 og 16 alla vira daga.
Reykjalundur verkjateymi
Markhópur
Meðferðin er fyrir einstaklinga með þrálát verkjavandamál. Fyrst og fremst vegna stoðkerfisverkja en einnig verkja án þekktra orsaka.
Markmið
Markmið meðferðar er að bæta andlega, líkamlega og félagslega færni fólks. Auka verkjaþol, vellíðan og þátttöku í daglegu lífi til að fólk geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir verki. Mikilvægt er að einstaklingurinn sé tilbúinn til að leggja sig fram, læra og tileinka sér nýjar aðferðir og leiðir til að takast á við verki.