Þarf tilvísun? Já
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Opnunartími: Meðferð fer fram milli 8 og 16 alla vira daga.
Reykjalundur lungnateymi
Markhópur
Lungnateymi sinnir eftirfarandi sjúklingahópum:
- Langvinn lungnateppa og aðrir teppusjúkdómar
- Trefjalungnabólga og aðrir herpusjúkdómar í lungum
- Þjálfun fyrir og eða eftir lungnaskurðaðgerð s.s. vegna krabbameins í lunga
- Aðrir lungnasjúkdómar, þjálfun fyrir og eftir lungnaígræðslu
- Sjúkdómsástand þar sem einkenni frá lungum s.s. mæði eru ríkjandi
Markmið
Markmiðin eru að:
- auka þol og vöðvastyrk
- rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis
- auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta
- breyta lífsstíl varanlega
- stuðla að aðlögun að sjúkdómnum og einkennum hans
- bæta líkamlega getu, andlega líðan og félagslega færni