Þarf tilvísun? Já
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Hvernig er aðgengið? Ágætt, fólk kemst flest án aðstoðar
Opnunartími: Meðferð fer fram milli 8 og 16 alla vira daga.
Reykjalundur taugateymi
Markhópur
Taugasvið þjónustar breiðan hóp einstaklinga með meðfædda og ákomna sjúkdóma eða skaða í taugakerfi. Má þar nefna einstaklinga með heilaskaða af ýmsum orsökum, heilaáföll, parkinsonsveiki, MS, starfræn taugaeinkenni, CP (cerebral palsy) og aðra meðfædda vöðva- og taugasjúkdóma eins og myotonic dystrophy og SMA (spinal muscluar dystrophy).