Heimilisfang: Kleppsgörðum, 104 Reykjavík
Símanúmer: 543-4643
Opnunartími: Þjónustutími teymisins er: milli kl. 8.00 - 16:00 virka daga
Samfélagsgeðteymi Landspítala
Markhópur
- Einstaklingar með alvarlegar geðraskanir með geðrofi í þörf fyrir þétta þverfaglega þjónustu í samfélaginu.
Á það við um einstaklinga: - sem eru með aukin og versnandi einkenni, tíðar innlagnir og komur á bráðaþjónustu síðastliðna mánuði
- sem eru óvirkir og félagslega einangraðir, brýnt er að tengja við stuðning og þjónustu sem til staðar er í samfélaginu
- þurfa á sérhæfðri þriðjulínu þjónustu að halda
- ljóst er að viðkomandi getur ekki nýtt sér hefðbundna göngudeildarþjónustu og viðkomandi er í mikilli þörf fyrir geðrænan stuðning
Markmið
- Veita þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk sem greinst hefur með alvarlegar geðraskanir með geðrofi og aðstandendur þeirra
- Rjúfa félagslega einangrun, virkja stuðningsnet og hvetja skjólstæðinga til virkrar þátttöku og ábyrgðar á eigin bata
- Draga úr þörf á innlögnum og stytta innlagnartíma með því að tryggja góðan stuðning og eftirfylgd
- Styrkja sjálfsmynd fólks og val þeirra varðandi eigið líf og hlutverk sem eru þeim mikilvæg
- Tryggja að skjólstæðingar fái bestu mögulegu meðferð
- Greiða leið skjólstæðinga og tengja við þá þjónustu sem er í boði
- Eiga viðeigandi samvinnu, veita ráðgjöf og stuðning til annarra er starfa í málaflokknum