Heimilisfang: Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Símanúmer: 555-7750
Netfang: thraut@thraut.is
Heimasíða: https://thraut.is/
Þarf tilvísun? Já
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Hvernig er aðgengið? Ágætt, fólk kemst flest án aðstoðar
Þraut
Markhópur
Þraut þjónustar fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma
Markmið
Markmið Þrautar:
* Að veita sjúklingum með vefjagigt og tengda sjúkdóma sérfræðiþjónustu eins og hún best gerist í dag og þannig bæta lífsgæði sjúklinga og atvinnuþátttöku.
* Auka þekkingu og skilning sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og almennings á vefjagigt með öflugu fræðslustarfi.
* Stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna til greiningar og meðferðar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma í þágu sjúklinganna og þjóðfélagsins alls.
* Byggja upp og starfrækja rannsóknamiðstöð í vefjagigt og tengdum sjúkdómum á heimsmælikvarða.