Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Endurhæfingarhúsið HVER

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Staðsetning: Akranes, Vesturland
Aldursflokkur: Fullorðnir
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Óvitað
Opnunartími: Opið er mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga frá kl. 10:30 -13:00.

Þjónusta

Aðstoð við atvinnuleit ♥ Athvarf ♥ Endurhæfing ♥ Samvera ♥ Stuðningur ♥ Tómstundir & áhugamál ♥ Tölvur og tækni

Fyrir hverja?

Endurhæfingarhúsið Hver er ætlað fyrir öryrkja og einstaklinga sem hafa misst vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla.

Hvert er markmiðið?

Markmið athvarfa er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Lögð er áhersla á að virkja gesti til þátttöku í starfsemi athvarfanna og ákvarðanatöku.

Gestir stjórna húsfundum og ganga í flest þau störf sem þörf er á, allt eftir getu hvers og eins. Lögð er áhersla á að draga fram hjá hverjum og einum þá styrkleika sem í honum búa og styðja þannig viðkomandi, þrátt fyrir veikindi og ýmsa erfiðleika, til að ná markmiðum sem þeir setja sér til aukinna lífsgæða.

Einstaklingur sem sækir Hver fer í gegnum markmiðssetningu í upphafi. Þar setur hann sér markmið í samvinnu við forstöðumann/iðjuþjálfa og farið er í gegnum hvernig viðkomandi einstaklingur getur nýtt sér þau tilboð sem eru í Hver. Það getur verið að:

  • Brjóta félagslega einangrun
  • Vera innan um annað fólk
  • Kynnast öðru fólki
  • Auka virkni
  • Auka færni sína við dagleg störf
  • Vera virkur í samfélaginu
  • Komast út á vinnumarkaðinn
  • Komast í nám
  • Annað

 

Einstaklingar geta mætt á staðinn og gengið í ákveðin verkefni eða hlutverk að eigin ósk t.d. tómstundaiðkun, tölvuverkefni, lesið blöðin, fengið sér kaffi o.fl

Nánari upplýsingar

Hver er með þrjár þjónustuleiðir Athvarfshluta, Grunnendurhæfingu og Markvissa atvinnuleit.

Athvarfshlutinn er öllum opinn og þar hafa einstaklingar ekki skyldumætingu en geta tekið þátt í námskeiðum og hópum sem þeir skuldbinda sig til að mæta í. Allir sem koma fá viðtal þar farið er yfir það sem í boði er að sækja og markmið með því að mæta er sett í samvinnu við starfsmann.

Grunnendurhæfing er fyrir þá sem stefna á vinnumarkað með einhverjum hætti. Einstaklingar í grunnendurhæfingu fá tenglið sem heldur utan um endurhæfingarferlið í samvinnu við einstaklinginn sjálfan og fagaðila sem koma að málum á endurhæfingartímanum. Einstaklingar sem fara á endurhæfingarlífeyrisgreiðslur skuldbinda sig til að fylgja áætlun í endurhæfingunni. Mætingarskylda er í endurhæfingardagskrá.

Markviss atvinnuleit er samstarfsverkefni við Vinnumálastofnun á Vesturlandi sem jafnframt vísar atvinnuleitendum í þjónustu Hver.

Endurhæfingarhúsið HVER Smiðjuvellir 28
Heimilisfang: Smiðjuvellir 28, 2. hæð., 300 Akranes
Símanúmer: 431 2040

Sótt er um þjónustu í Hver í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Hægt er að fá aðstoð við að skrá sig hjá starfsmönnum Hver og ekki þarf að vera búið að skrá sig inn í þjónustu fyrir fyrsta viðtal.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði