Flanerí hljóðvapp
Í hnotskurn
Þjónusta
Göngur ♥ Hreyfing ♥ Virkni
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Flanerí eru hljóðgöngur um sögu og samtíma í hlaðvarpsformi. Hljóðgöngur þekkjast víða um heim þar sem þær flétta saman útiveru, hreyfingu, sögu, borg og upplifun. Flanerí er hins vegar nýjung í íslensku menningarlandslagi sem tengir sögu- og menningargöngur við nútímatækni og þægindi.
Hver hljóðganga, eða Flanerí, er um hálftíma löng og fer fram á ákveðnu svæði. Hlustendur hlaða göngunni niður í símann sinn eins og hverju öðru hlaðvarpi og fara svo í gönguna þegar þeim hentar. Í göngunni upplifa hlustendur liðna sögu og samtíma í persónulegum hljóðheimi sem varpar nýju ljósi á það umhverfi sem gengið er í.
Frásagnir, viðtöl, umhverfishljóð, staðreyndir og skáldskapur sveipa umhverfið nýjum blæ og fara með hlustendur í ferðalag á kunnuglegar en jafnframt framandi slóðir.
Það hefur enginn gert hljóðgöngur á Íslandi með þessu sniði. Flanerí kostar ekkert fyrir hlustandann, það er auðvelt og handhægt í notkun, það er hægt að nálgast það og njóta þess hvenær sem hlustandanum hentar.