Í hnotskurn
Þjónusta
Félagsstarf ♥ Handverkshópur ♥ Tómstundir & áhugamál
Fyrir hverja?
Karlar í skúrum er fyrir þá sem vilja vera í félagsskap og hitta aðra, nýta hæfileika sína og leiðbeina öðrum við ýmis viðfangsefni og verkefni.
Hvert er markmiðið?
Markmið verkefnisins var að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega. Markmiðið er að auka lífsgæðin gegnum handverk, tómstundir og ekki síst samveru.
Starfsemi Karla í skúrum snýst um að veita körlum athvarf og aðstöðu til að sinna hugðarefnum sínum, rjúfa einangrun þeirra og efla félagsleg tengsl.
Nánari upplýsingar
Verkefnið Karlar í skúrum sækir fyrirmynd sína til Ástralíu og Írlands og hefur Rauði kross Íslands haft frumkvæði að stofnun verkefnisins hér á landi. Tilgangur starfsins er að auka lífsgæði félagsmanna, einkum eldri karlmanna, í gegnum handverk og samveru og vinna þannig gegn félagslegri einangrun og neikvæðum afleiðingum hennar og skapa karlmönnum vettvang til að hittast á þeirra eigin forsendum.
Karlar í skúrum er félagsskapur og aðstaða þar sem karlar geta komið saman, spjallað, nýtt hæfileika sína og leiðbeint öðrum við ýmis viðfangsefni og verkefni.
Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni.
Félagsgjald er 3.000 krónur á mánuði.