Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir
Í hnotskurn
Þjónusta
Aðlögun umhverfis ♥ Fræðsla ♥ Handaæfingar ♥ Hjálpartæki ♥ Hópameðferð ♥ Iðjuþjálfun ♥ Ráðgjöf ♥ Skynvitund, mat og/eða meðferð ♥ Velferðartækni ♥ Þjálfun ♥ Ökumat
Hvert er markmiðið?
Sérfræði og áherslusvið?
Guðrún er eigandi og framkvæmdastjóri Heimastyrks sem var stofnað í mars 2017. Heimastyrkur er fyrsta starfsstofa sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa sem fær samþykki fyrir slíkum rekstri á stofu frá Embætti landlæknis 1. nóvember 2017.
Guðrún býr að áratuga langri reynslu tengt ráðgjöf, fræðslu og störfum við stjórnun innan velferðar- og heilbrigðisþjónustu hér á landi sem og erlendis ásamt kennslu á ólíkum menntunarstigum.
Nánari upplýsingar
Heimastyrkur hefur það markmið að styðja og styrkja einstaklinga á öllum aldri, óháð búsetu, til meiri vellíðan og sjálfstæðis gegnum iðju, þátttöku og jafnvægi í daglegu lífi.
Það er mikilvægt að leita aðstoðar þegar áskoranir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og líðan. Oft má finna persónumiðaðar lausnir í umhverfinu, félagstengslum og innra með persónunni. Með góðum stuðningi, ráðgjöf, gagnlegum aðferðum, meðferð og þjálfun byggða á sannreyndri þekkingu má finna lausnir eða leiðir til að draga úr færniskerðingu við iðju og þátttöku.
Menntun og reynsla
- 2023, janúar - diplóma á meistarastigi í handleiðslufræðum, Háskóli Íslands.
- 2014, júní - MA í norrænum öldrunarfræðum, Háskóli Íslands.
- 2009, júní - diplóma í öldrunarþjónustu, Háskóli Íslands.
- 2008, janúar - B.Sc. í iðjuþjálfunarfræðum,
- Ergoterapeutskolen í Kaupmannahöfn.
Til viðbótar við formlega menntun hefur Guðrún sótt ýmis hagnýt námskeið tengt m.a. leiðtogafræðum, verkefna- og breytingastjórnun, vinnuvernd, líkamsbeitingu, ADHD, einhverfurófi, heilabilun, skynjun og skynúrvinnslu, félagsfærni, handaþjálfun og -færni, hugrænni atferlismeðferð, heilbrigði, vellíðan, skynjun og taugakerfinu.
Heimastyrkur var stofnaður til að mæta þörfum fólks sem ekki hefur aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu á Íslandi. Guðrún hefur veitt ráðgjöf og þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og sveitarfélög síðan 2008 og býr því að langri og fjölbreyttri reynslu innan velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi.