Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Staðsetning: Allt landið, Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Mjög gott
Opnunartími: Viðtöl og vitjanir eru virka daga frá kl. 8-16 eða eftir samkomulagi

Þjónusta

Fræðsla ♥ Jafnvægi í daglegu lífi ♥ Meðferð ♥ Sjálfsstyrking ♥ Stuðningshópar fyrir aðstandendur ♥ Stuðningur ♥ Styrkleikar ♥ Virkni

Fyrir hverja?

Þjónustan er fyrir fólk 18 ára og eldri.

Markhópur teymisins er fólk  með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu sem þarfnast sértækrar geðheilbrigðisþjónustu vegna geðræns vanda.

Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á vegum heilsugæslunnar.

Hvert er markmiðið?

Þjónustan er þverfagleg og er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði teymisins. Í teyminu starfa atferlisfræðingur, geðlæknir, heimilislæknir, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, sálfræðingur, skrifstofustjóri og þroskaþjálfar.

Teymið sinnir ekki frumgreiningu s.s. vegna gruns um einhverfu eða skyldar raskanir.

Hlutverk og markmið þjónustu geðheilsuteymisins:

  • Að stuðla að og viðhalda bata og færni.
  • Að tryggja einstaklingsmiðaða þjónustu.
  • Að tryggja samfellu og samþættingu í meðferð.
  • Að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklingsins.
  • Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar.
  • Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi.
  • Að veita stuðning og ráðgjöf til aðstandenda og starfsfólks stoðþjónustu sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar

Áhersla er á samskipti við hinar ýmsu stofnanir, þjónustu- og stuðningsaðila og félagasamtök. Unnið er á jafnræðisgrunni með áherslur á einstaklinginn í fyrirrúmi.

Stuðst er við hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, valdeflingar, Bjargráðakerfisins Bjargar (byggt á díalektískri atferlismeðferð) og rannsóknir í taugavísindum.

 

Þjónusta

  • Efla styrkleika  til að ná tökum á bata og líðan.
  • Auka þekkingu á leiðum til að ná jafnvægi í daglegu lífi.
  • Auka skilning, styrk og getu til að takast á við geðrænan vanda.
  • Mat á andlegri líðan og líkamlegu ástandi.
  • Mat á lyfjameðferð.
  • Meðferð, fræðsla og stuðningur til einstaklingsins, fjölskyldu hans og/eða stuðningsaðila
  • Stuðningur til að auka félagslega virkni og gildi í daglegu lífi.
  • Ráðleggingar um  hvar hægt sé að fá frekari stuðning eða fræðslu.

 

Einstaklingurinn í fyrirrúmi

  • Þjónusta teymisins er heildræn og notendamiðuð með áherslu á samþætta nálgun. Teymið hefur að leiðarljósi að skoða alla þætti sem hafa áhrif á andlega heilsu.
  • Einstaklingurinn er í fyrirrúmi, hans óskir, gildi og þarfir.
  • Áhersla er lögð á þá meðferð sem einstaklingurinn þarfnast hverju sinni út frá klínísku mati.
  • Stuðst er við gagnreyndar aðferðir og árangur metinn reglulega.

 

Mikilvægt er að önnur þjónusta, svo sem þjónusta frá heilsugæslu og/eða almenn geðheilsuþjónusta hafi verið fullreynd áður en sótt er um til geðheilsuteymis taugaþroskaraskana.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði