Ljósið
Í hnotskurn
Þjónusta
Félagsstarf ♥ Fjölskylduráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jafningjafræðsla ♥ Jóga ♥ Leshópur ♥ Leikfimihópar ♥ Listasmiðjur ♥ Líkamsrækt ♥ Markþjálfun ♥ Nudd ♥ Næringarráðgjöf ♥ Ráðgjöf ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjálfsstyrking ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Stuðningshópar fyrir aðstandendur ♥ Vinnustofur
Fyrir hverja?
Allir þeir sem eru 16 ára og eldri geta nýtt endurhæfingartilboðin strax við greiningu, óháð búsetu. Aðstandendur eru einnig velkomnir og er boðið upp á sérhæfð úrræði fyrir aðstandendur frá 5 ára og upp úr.
Hvert er markmiðið?
Þegar fólk gengur í gegnum ferli krabbameinsmeðferðar þá minnkar orkan og oft dregur úr frumkvæði. Sumir hætta að vinna tímabundið og aðrir alfarið vegna afleiðinga veikindanna. Ljósið hefur það að markmiði að efla lífsgæði hins krabbameinsgreinda og aðstandenda meðan á þessu ferli stendur.
Nánari upplýsingar
Í Ljósinu er lögð áhersla á að umhverfið sé styðjandi, að það sé heimilislegt, notalegt og að fólk finni að sé velkomið og allir eru jafn mikilvægir. Þar leggur starfsfólk sig fram um að taka á móti fólki með hlýju og umhyggju og þannig skapast notalegt andrúmsloft og fólkið finnur fyrir samhug.
Starfsemin byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar en iðjuþjálfun hefur frá upphafi byggt á þeirri sýn að það að hafa eitthvað fyrir stafni sé jafn nauðsynlegt heilsu mannsins og að draga andann.
Þegar fólk gengur í gegnum ferli krabbameinsmeðferðar þá minnkar orkan og oft dregur úr frumkvæði. Sumir hætta að vinna tímabundið og aðrir alfarið vegna afleiðinga veikindanna.
Ljósið hefur það að markmiði að efla lífsgæði hins krabbameinsgreinda og aðstandenda meðan á þessu ferli stendur. Í þessu ferli er nauðsynlegt að hafa samanstað þar sem hægt er að koma, hitta aðra, vinna í höndum og efla andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt.
Í Ljósið koma foreldrar sem eru að fylgja fullorðnum börnum sínum, og börn sem koma með foreldrum, auk maka, systkina og vina. Allir hafa það að markmiði að efla andlega og líkamlega vellíðan auk þess að njóta samvista í góðum félagasskap.