Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Seiglan Þjónustumiðstöð

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Efnisflokkur: Aðstandendur, Heilabilun
Aldursflokkur: Fullorðnir
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Mjög gott
Opnunartími: Kl. 9:00 – 15:00 mánudaga-fimmtudaga. Kl. 9:00 – 12:00 á föstudögum.

Þjónusta

Borðtennis ♥ Bóka- og ljóðahópur ♥ Dans ♥ Félagsstarf ♥ Fjölskylduráðgjöf ♥ Göngur ♥ Handaæfingar ♥ Handverkshópur ♥ Hugræn þjálfun ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jóga ♥ Leikfimihópar ♥ Pútt ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Slökun ♥ Spilamennska ♥ Stuðningshópar fyrir aðstandendur ♥ Styrktar- og jafnvægisþjálfun ♥ Söngur ♥ Tónlistahópar ♥ Umræðuhópar

Fyrir hverja?

Seiglan er fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þjónustan er ætluð félagsmönnum Alzheimersamtakanna en allir geta orðið félagsmenn. Félagsgjald er 3.000 kr á ári og er hægt að skrá sig hér

Til að koma í þjónustu í Seigluna þarftu að vera komin með greiningu á heilabilunarsjúkdóm og vera á fyrstu stigum sjúkdómsins sem kallast væg vitræn skerðing. Við óskum eftir því að fólk sé sjálfbjarga um athafnir daglegs lífs eins og með salernisferðir, að matast, klæða sig og  þvo sér ásamt því að einstaklingurinn sé ekki farin að ráfa burt.

Hvert er markmiðið?

Markmið Seiglunnar er að hægja á framgangi sjúkdómsins með því að:

  • Veita fólki stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og áhrif á lífsgæði almennt og eflir sjálfsmynd þeirra
  • Viðhalda líkamlegri, hugrænni og félagslegri færni
  • Stuðla að sjálfstæði og aukinni virkni
  • Veita félagslega samverustund og hvetja til samskipta

 

Nánari upplýsingar

Seiglan starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og lagt er áhersla á að vinna með styrkleika einstaklingsins, skapa aðstæður til að hann geti stundað sína iðju og styrkt sín félagslegu tengsl.

Seiglan, þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna er ætlað að koma til móts við þarfir fólks með heilabilun á fyrstu stigum sjúkdómsins og aðstandendur þeirra, með einstaklingsbundnum áherslum og til að viðhalda líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum ásamt því að stuðla að sjálfstæði og aukinni virkni.

Þjónustan er veitt frá greiningu sjúkdómsins og þar til þörfin er orðin meiri fyrir annarskonar þjónustu eins og t.d. sérhæfðri dagþjálfun.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði